Húsumsjón – reglubundið eftirlit
Húsumsjón er þjónustuleið fyrir hús- og atvinnufélög sem tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignar, lækkar viðhaldskostnað og sér til þess að ástand viðkomandi fasteignar verði ávallt eins og best er á kosið.
Hagnýt lausn við eftirlit og umsjón með sameign húsa og húsfélaga
Allir sem þekkja rekstur húsfélaga vita að þörf er á reglubundnu eftirliti með daglegri umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan.
Með reglulegri húsumsjón má lækka viðhaldskostnað og tryggja að ástand fasteigna sé eins og best verður á kosið.
Húsumsjón kemur í stað hefðbundinnar húsvörslu og er hagkvæm og skynsamleg lausn fyrir fjölda húsfélaga og rekstrarfélaga. Í stað húsvarðar í fullu starfi útvegar Eignaumsjón þjónustu fagmanns í hlutastarfi, með tilheyrandi sparnaði. Hann fer reglulega yfir ástand húseignarinnar, gerir nauðsynlegar úrbætur og fylgist með orkunotkun sem og öðrum kerfum og búnaði eignarinnar, sem þarf að vera í góðu lagi.
Eftirlit með kerfum, búnaði og þjónustuaðilum
» Ræstingar
» Sorphirða
» Snjóbræðsla
» Aðgangskerfi
» Loftræsting
» Álestur sameiginlegra mæla
Ábendingar og tillögur
» Er kominn tími á að sótthreinsa sorpgeymslu?
» Þarf að hreinsa teppi í sameign?
» Þarf að mála sameign og/eða bílastæði?
» Þarf að þrífa bílageymslu og/eða þvo glugga?
» Þarf að athuga hvort vatn fer of heitt út úr húsi?
» Þarf að skipta út dyrasímum?
Umsjón og eftirlit með sameign
» Hvernig er gengið um lóðina?
» Er vel gengið um sameignina?
» Er sorpgeymsla að anna því sem í hana er sett?
» Eru bílastæði í eðlilegri notkun?
Brunavarnir
» Umsjón með brunavörnum
húsa ef þess er óskað
Viðhald og umhirða
» Logar á ljósum?
» Er neyðarlýsing í lagi?
» Er húsbúnaður í lagi?
» Er lóðin snyrtileg?
» Er sameignin snyrtileg?
Samskipti við stjórn
» Ítarleg skýrsla til stjórnar eftir hverja heimsókn
» Regluleg samskipti við stjórn
» Þjónustusamningur við iðnaðarmenn og samskipti við þá ef þess er óskað
» Ársskýrsla – samantekt helstu verk efna og umsögn um ástand og búnað hússins