Persónuvernd og skilmálar
Eignaumsjón gætir að persónuvernd þeirra sem heimsækja vefsíðu fyrirtækisins og Húsbók/MÍNAR SÍÐUR viðskiptavina. Upplýsingar sem auðkenna þá sem heimsækja vef Eignaumsjónar eru aðeins skráðar og vistaðar í viðskiptasögu þegar notendur veita fyrir því upplýst samþykki.
Vefkökur
Eignaumsjón notar vefkökur (e.cookies) í þeim tilgangi að bæta vefsíðu fyrirtækisins, bæði aðgengi og þjónustuna almennt. Til að nýta sem best þá eiginleika sem vefsíðan bíður upp á þurfa notendur að samþykkja vefkökur.
Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæði vistar á tölvu eða snjalltæki þeirra sem heimsækja vefsíður. Vefkökur gera það kleift að fá nafnlausar upplýsingar um hvernig er verið að nota vefi og muna stillingar notenda í ákveðinn tíma
Notendur sem vilja ekki að upplýsingar frá þeim skráist í vefkökur geta breytt stillingum í vafranum þannig að umræddar upplýsingar vistist ekki, nema að fengnu samþykki. Einnig er hægt að stilla vafra til að útiloka og eyða kökum
Gagnasöfnun og greining
Eignaumsjón notar gögn frá vefgreiningarþjónustu Google Analytics til að þróa og lagfæra vefsíðu fyrirtækisins og gera notendum auðveldara að finna upplýsingar.
Google safnar upplýsingum nafnlaust og upplýsingar um notkun á eignaumsjon.is eru ekki persónugreinanlegar. Google kann að senda umræddar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess, eða þegar þriðji aðili vinnur úr upplýsingunum fyrir hönd Google. Google tengir ekki IP-tölu viðkomandi notanda við önnur gögn sem Google hefur í fórum sínum.
Eignaumsjón notar netspjallþjónustuna Zendesk. Þar eru upplýsingar notaðar til að eiga samskipti við notendur og veita upplýsingar.
Meðferð tölvupósts
Allar upplýsingar sem fram koma í tölvupóstum og viðhengjum frá Eignaumsjón eru trúnaðarmál og eingöngu ætlaðar þeim sem pósturinn er stílaður á, eða fulltrúa hans.
Hafi tölvupósturinn borist röngum aðila er móttakanda hans, með vísan til 9. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti, skylt að gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samtímis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér. Í þeim tilvikum skal móttakandi eyða póstinum ásamt viðhengjum. Misnotkun á efni upplýsinganna eða fjölföldun er óheimil og getur verið refsiverð samkvæmt lögum.